Fundur á III°

Mímir fundar á III° - 8.október 2018

Mímis­bræður héldu sinn annan III° fund í vetur í Stúku­heim­ilinu
mánudaginn 8.október þar sem einum bróður var afhentur lykillinn að
Meist­ara­stúkunni. Fundurinn fór að vanda vel fram og nutu bræður hans
eins og vera ber. Að fundi loknum, sem gekk hratt og örugglega fyrir
sig undir styrkri stjórn Guðmundar Stólmeistara Mímis, héldu
bræður til bróður­mál­tíðar og eins og Reynir kokkur á vanda til brást
maturinn ekki, úrbeinuð kjúklingalæri með hrísgrjónum og súrsætri
sósu. Ræðumeistari stúkunnar Lárus Ingólfsson flutti skemmtilegt erindi í bland við heilræði.
Það voru 27 bræður sem sóttu fundinn og allir héldu heim á leið
síðla kvölds saddir, bæði á sál og líkama.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?