Fundur á II°

Þorra­fundur

Það voru 75 bræður þar af 6 gestir sem sóttu vel hepnaðan fund á II stigi á mánudags­kvöldið var, þar sem fimm bræður hlutu frömun til stigsins.Ræðumeist­arinn fór yfir málin með þeim nývígðu og sagði að vissulega mætti kannski líkja frímúr­ara­starfinu við skóla. En hann væri þó frábrugðin öðrum skólum að því leytinu að hér héldu menn áfram í I bekk af fullum krafti og þar ættu menn að mæta vel, en tækju svo II bekk eiginlega utanskóla því ekki væru nema tveir fundir á öðru stigi yfir veturinn.Og má eiginlega segja að utanskóla lærdóm­urinn hafi byrjað strax. Því eftir að menn höfðu gert góðum þorramatnum með öllu tilheyrandi góð skil. Þá hljómaði vel Mímisljóðið í lok bróður­mál­tíðar.

Ljóð og lag eftir Ólaf G. Karlsson. Smellið hér til að hlusta

Nú góðum fundi fögnum Mímis­bræður
Vér friðar leitum innan veggja hér.
Þar höfuðsmiður hæstur öllu ræður
Og hefur ráð vort allt í hendi sér.
En ýmsir víkja út af réttum brautum
Og allra bíður freisting margvísleg,
Því gef oss styrk í gleði jafnt sem þrautum
Á göngu okkar austur Mímisveg.
Já fátt er betra en bróðurhug að kynnast
Oss birtist það svo vel á ýmsa lund.
Í ytra heimi oft vér skulum finnast
Og eiga saman marga góða stund.
Vér Mímis­bræður aldrei einnir stöndum
Því oss mun fylgja reglan sérhvert spor.
Vér tengjumst allir órjúfandi böndum,
Sem ofið hefur Mímir stúka vor.

Er hægt að hugsa sér betri vegvísir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?