Fundur á II°

Mímir fundar á meðbræðra­stiginu

Það var bjart og fallegt yfir II° hjá Mími á mánudags­kvöldið var. Þá komu saman upp undir 60 bræður til þess að fylgja hóp ungbræðra til meðbræðra­stigsins. Fjölmargir gestir sátu fundinn eða um 14 bræður og var ákaflega gaman að taka á móti þeim á þessu einstaka stigi.

Eftir hefðbundin fundahöld neyttu bræður saman bræðra­mál­tíð­ar­innar sem sótt var í hina miklu matarkistu sjávar. Að máltíð lokinni flutti ræðumeistari kjarngott erindi og kom inn á að „vináttan er verðmætust eðalsteina“.

Nú ríkir mikil tilhlökkun meðal Mímsbræðra og systra þar eð senn líður að heimsókn til Stokk­hólms. Þeim sem halda til heimsóknar er óskað góðrar ferðar og heimkomu.

Næst funda Mímis­bræður á I° mánudaginn 18.nóvember n.k.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?