Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Fundur á I°

"Vér Mímis­bræður aldrei einir stöndum.."

Mánudaginn 13.janúar fundaði St.Jóh.st.Mímir á I°. Þrátt fyrir það að úti geysi veður grimm og hver lægðin reki aðra láta Mímis­bræður engan bilbug á sér finna og fjúka hreinlega á fund. Upp undir 60 bræður mættu til fundar, þar af 4 gestir. Að lokinni upptöku flutti Ræðumeistari ljómandi erindi og fór br. Féhirðir með óvænt „hatta-atriði“. Söngstjóri fundarins, br. Jónas Þórir gladdi fundar­gesti með undirleik sínum og var fundurinn í heild sinni frábær og öllum til ánægju og yndisauka. Við tók bróður­mál­tíðin, ljúffengur fiskur og meðlæti. Að endingu drukku bræður kaffisopa og glöddust yfir góðum fundi, góðu gengi landsliðs okkar og lífinu sjálfu.

Næsti fundur í St.Jóh.st.Mími verður mánudaginn 20.janúar n.k.og er hann á III°. Eru allir bræður sem stig hafa til hvattir til að mæta.

Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?