Fundur á I°

St.Mímir fundar á Ungbræðra­stigi

Síðast­liðinn mánudag fundaði St.Mímir á I°. Á þennan fund lögðu leið sína tæplega 80 bræður og 5 bræður gestir. Fór fundurinn vel fram og flutti vararæðu­meistari stúkunnar, br.Gestur Halldórsson erindi. Eftir fallegan og fumlausan fund var sest niður til borðhalds og þegin gómsæt fiskmáltíð. Eftir ávörp og almenna kátínu var borðhaldi slitið og brustu þá bræður út í söng. Að venju var drukkinn kaffisopi áður en haldið var heim á leið.

Næsti fundur í stúkunni verður mánudaginn 25.mars n.k og verður hann á III°. Hvetjum við alla bræður sem hafa stig til, að fjölmenna á þann fund.

Eldra efni

III˚ í upphafi 2020.
Fundur á I°
Fyrsti fundur ársins 2020

Innskráning

Hver er mín R.kt.?