Fundur á I°

Mímir fundar á ungbræðra­stigi

70 bræður mættu á þriðja 1. gráðu fund Mímis mánudags­kvöldið 15. október og þar af voru 6 gestir, meðal annars Stólmeistari stúkunnar Sindra.
Að venju var upptaka hjá okkur og sá Hrafn Þórðarson, Aðstoð­ar­stól­meistari um að stjórna fundinum af röggsemi að vanda. Gestur Halldórsson, vararæðu­meistari stúkunnar, hélt erindi þar sem hann ítrekaði hvað bræðra­lagið er mikilvægt í starfi Frímúrara.
Að loknum fundi var haldið til bróður­mál­tíðar þar sem Gunnar kokkur, sem aðstoðar Reyni stundum, reiddi fram dýrindis steiktan fisk með steiktum kartöflum og karrýsósu.
Hinn nývígdi bróðir var boðinn velkominn og að loknum fundi héldu menn ánægðir heim á leið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?