Frumútgáfa Grund­vall­arlaga Frímúrara til sýnis á Reglu­hátíð

Bræður sem eru nú staddir á Reglu­há­tíðinni gefst kostur á að skoða frumútgáfu Grund­vall­arlaga Frímúrara sem James Anderson færði í letur árið 1723. Fyrrverandi SMR Reglunnar Indriði heitinn Pálsson, keypti bókina á fornsölu í London fyrir mörgum árum og færði Reglunni að gjöf.

Ljósmynd: Jón S. Svavarsson

Í ávarpi SMR á Reglu­há­tíðinni er skráning Grund­vall­arlaga Frímúrara og gjöf Indriða Pálssonar til Frímúr­ara­egl­unnar á Íslandi lýst með eftir­farandi hætti:

,,Fjórum árum eftir stofnun Stórstúk­unnar var bróður að nafni James Anderson falið að skrá og færa í letur Grund­vall­arlög Frímúrara. Þeirri vinnu lauk hann tveimur árum síðar og 1723 kom út á prenti það sem heitir „The Constitutions of the Free-Masons“ ásamt sögulegu yfirliti og innri reglum samtakanna.  Grund­vall­arlög James Andersons eru enn í öllum aðalat­riðum í fullu gildi í öllum viður­kenndum Frímúr­ar­a­reglum og þar á meðal hjá okkur.

Br.m. Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi á eintak af frumútgáfu þessarar merkilegu bókar James Anderson – The Constitution of the Free-Masons. Einn af fyrrverandi Stórmeisturum okkar, Indriði heitinn Pálsson, keypti bókina á fornsölu í London fyrir mörgum árum og færði Reglunni að gjöf. Þessi dýrgripur er varðveittur í herbergi Stórmeist­arans en í dag er hann til sýnis  á gangi hér á fyrstu hæð.“

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?