Frumút­gáfa Grund­vall­ar­laga Frímúrara til sýnis á Reglu­hátíð

Bræður sem eru nú staddir á Reglu­há­tíð­inni gefst kostur á að skoða frumút­gáfu Grund­vall­ar­laga Frímúrara sem James Anderson færði í letur árið 1723. Fyrr­ver­andi SMR Regl­unnar Indriði heitinn Pálsson, keypti bókina á forn­sölu í London fyrir mörgum árum og færði Regl­unni að gjöf.

Ljósmynd: Jón S. Svavarsson

Í ávarpi SMR á Reglu­há­tíð­inni er skráning Grund­vall­ar­laga Frímúrara og gjöf Indriða Páls­sonar til Frímúr­ara­egl­unnar á Íslandi lýst með eftir­far­andi hætti:

,,Fjórum árum eftir stofnun Stór­stúk­unnar var bróður að nafni James Anderson falið að skrá og færa í letur Grund­vall­arlög Frímúrara. Þeirri vinnu lauk hann tveimur árum síðar og 1723 kom út á prenti það sem heitir „The Constitutions of the Free-Masons“ ásamt sögu­legu yfir­liti og innri reglum samtak­anna.  Grund­vall­arlög James Ander­sons eru enn í öllum aðal­at­riðum í fullu gildi í öllum viður­kenndum Frímúr­ar­a­reglum og þar á meðal hjá okkur.

Br.m. Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi á eintak af frumút­gáfu þess­arar merki­legu bókar James Anderson – The Constitution of the Free-Masons. Einn af fyrr­ver­andi Stór­meist­urum okkar, Indriði heitinn Pálsson, keypti bókina á forn­sölu í London fyrir mörgum árum og færði Regl­unni að gjöf. Þessi dýrgripur er varð­veittur í herbergi Stór­meist­arans en í dag er hann til sýnis  á gangi hér á fyrstu hæð.“

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Áskorendamótið