Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 18. september Sjá nánar.

Fróðlegt erindi um Northern­light Masonic Club

Fundur Rannsókn­ar­stúkunar Snorra í húsakynnum St. Jóh. Sindra í Njarðvík

Þriðju­daginn 5. mars síðast­liðinn hélt Rannsókn­ar­stúkan Snorri fund í húsakynnum St. Jóh. Sindra í Njarðvík. Br. Guðmundur R. Magnússon Stm. St. Jóh. Mímis hélt þar erindi um Northern­light Masonic Club (NLMC) sem stofnaður var í október 1949 og var klúbbur frímúrara á Kefla­vík­ur­flug­velli. Einar Gunnarsson br. úr Sindra var með rýni á erindið og þá kvöddu nokkrir brr. sér hljóðs með spurn­ingar og ábend­ingar til br. Guðmundar.

Að loknum fundi var haldið til bróður­mál­tíðar þar sem framreiddur var dýrindis lax á rísottó.

Br. Halldór Baldursson Skv.R. hefur tekið að sér að skrifa erindi um klúbba frímúrara á stríðs­árunum sem ætla má að hafi verið undan­farar NLMC. Einn þessara klúbba var kallaður Allied Masonic Club (AMC) og samanstóð af breskum, kanadískum og banda­rískum bræðrum. Erindi br. Halldórs verður væntanlega flutt í Snorra á næsta ári.

Óhætt er að segja að brr. hafi verið ánægðir með fundinn og erindið þegar þeir héldu heimleiðis eftir fróðleiks­ríkan fund.

 Markmið Rannsókna­stúk­unnar Snorra er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

Br. Björn Samúelsson R&K, Br. Haukur Óskarsson Vm. Snorra, Br. Einar Gunnarsson, Br. Arngrímur Guðmundsson Stm. Sindra, Br. Guðmundur R. Magnússon Stm. Mímis, Br. Árni Gunnarsson Stm. Snorra.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?