Frímúrari að ferðast – Flutn­ingur erindis í Ljósatröð

Kristján H. Kristjánsson, Fjöln­is­bróðir, flytur erindið

Bókasafn frímúr­ara­stúknanna í Ljósatröð hefur undan­farin ár staðið fyrir mörgum áhuga­verðum fyrir­lestrum fyrir frímúr­ara­bræður.

Næst komandi laugardag 19. jan., kl. 11:00 mun Kristján H. Kristjánsson, Fjöln­is­bróðir, flytja erindi sitt í máli og myndum: „Frímúrari að ferðast.“

Fyrir­lest­urinn er opinn öllum bræðrum á öllum stigum. (Borgara­legur klæðnaður).

Kristján H. Kristjánsson, Fjöln­is­bróðir, mun sýna myndir og segja frá því sem honum hefur fundist áhugavert sem frímúrari í ýmsum löndum m.a. í Íran, Kína, Singapore, Suður Afríku, Póllandi, Portúgal, Frakklandi og Spáni.
Hann mun segja frá kynnum sínum af bræðrum erlendis og fjalla m.a. um hvað hann fann í gömlum kastala þar sem er mjög stórt safn rita um frímúrun sem Nazistar söfnuðu, bær sem Muster­isriddarar stofnuðu í Portugal, hið heilaga gral í spönsku klettak­laustri, fornt kínverskt tákn sem svipar til tákna frímúrara, dular­fullir staðir í Frakklandi m.a. einn sem tengist bók Dan Brown: ,,Da Vinci lykilinn“, bein Heilags Andrésar og sumar­hátíð frímúrara í Danmörku. Einnig persónuleg frímúr­ara­tengsl, sem kom honum á óvart.
Þótt að það sé sumt sem hann má ekki segja frá hafa bræður vonandi samt gagn og gaman af erindinu.

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?