Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur, frá 25. mars Sjá nánar.

Frímúr­ar­a­reglan selur bygging­arrétt á bílastæðalóð

við Bríet­artún

Undir­ritun á sölu bygginga­rétts á bílastæðalóð. Kristján S. Sigmundsson FHR, Valur Valsson SMR og Jens Sandholt og Einar Ágústsson fyrir hönd Eigna­lausna ehf.

Við stefnu­mót­un­ar­vinnu Reglunnar árið 2014 var nýting bílastæða­lóðar eitt þeirra mála sem skoðað var ítarlega. Skýrsla um mögulega valkosti varðandi nýtingu og framtíð­ar­skipan lóðar­innar var unnin og síðan send Fjárhagsráði til umfjöllunar.

Eftir ítarlega skoðun í bæði Fjárhagsráði og Æðsta Ráði Reglunnar, þar sem bræður með sérfræði­þekkingu á sviði lögfræði, eignaum­sýslu og lána- og bygging­armála voru kallaðir til, var ákveðið að halda áfram með málið. Við það tækifæri var málið kynnt á heimasíðu Reglunnar.

Gengið var til samstarfs við Eigna­lausnir ehf. og með aðstoð THG arkitekta hófust viðræður við skipu­lags­yf­irvöld um breytt deili­skipulag lóðar­innar sem lauk með því að samkomulag náðist í desember 2018. Leyfilegt bygging­armagn var aukið og heimilað að á lóðinni yrði reist skrif­stofu­húsnæði eða hótel með tilheyrandi þjónusturými eins og fram kom í tilkynningu á heimasíðu Reglunnar um síðast­liðin áramót og fjallað var um í tímaritinu Frímúr­aranum.

Við afgreiðslu á hinu nýja deili­skipulagi var gerður fyrirvari um rannsóknir um mögulegar fornminjar á lóðinni. Þær fóru fram í sumar og var niður­staðan sú að ekkert markvert hefði fundist og ekkert væri því til fyrir­stöðu að halda áfram þróun bygging­ar­reitsins.

Í framhaldi af þessum niður­stöðum var undir­ritaður samningur um sölu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi á bygging­ar­rétti á bílastæða­lóðinni til Eigna­lausna ehf. þann 4. september síðast­liðinn. Samnings­verðið er trúnað­armál, en í samningnum felst m.a. að Frímúr­ar­a­reglan eignast 55% í því bílastæðahúsi sem byggt verður á lóðinni og verður að auki með forgang að bílastæðum eftir klukkan 17:00 á daginn. Þá er vert að geta þess að Frímúr­ar­a­reglan hefur forkaupsrétt að öllum mannvirkjum sem reist verða á lóðinni.

Undir­ritun á sölu bygginga­rétts á bílastæðalóð. Kristján S. Sigmundsson FHR, Valur Valsson SMR og Jens Sandholt og Einar Ágústsson fyrir hönd Eigna­lausna ehf.

Það voru þeir Valur Valsson, SMR, og Kristján S. Sigmundsson, FHR, sem undir­rituðu samninginn af hálfu Frímúr­ar­a­regl­unnar og Jens Sandholt og Einar Ágústsson fyrir hönd Eigna­lausna ehf.

Ekki er reiknað með að framkvæmdir á lóðinni hefjist á starfs­árinu 2019-2020, en við næstu skref mun Reglan eiga kost á því að taka þátt í hönnun­ar­ferlinu sem nú fer í gang.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?