Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi ætlar Frímúrarastúkan Dröfn á Siglufirði að hafa Opið hús, að Grundargötu 11, laugardaginn 3 ágúst nk. kl. 13:00 – 16:00.
Reglubræður munu sýna gestum húsakynnin á Siglufirði. Meðlimir Frímúrarareglunnar verða til taks og fræða fólk um tilgang og starfsemi Frímúrarareglunnar á Íslandi.
Myndband verður í gangi um starfið á Íslandi. Tónlist, bæklingar og kynningarspjöld um reglustarf á Siglufirði, Íslandi og á heimsvísu.
Verðum með kaffi, kleinur og konfekt.
Allir hjartanlega velkomnir.
