Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Fréttir frá Frímann

Verði sveiflan með ykkur

Frímann — Golklúbbur Frímúrara

Nú fer senn að styttast í golfsumarið 2021 og við vonumst til að það verði heilsteypt og grímulaus gleði.

Nokkur atriði sem við viljum koma til ykkar nú þegar undir­bún­ingur ykkar er að hefjast:

1. Frímann hefur endur­nýjað samning sinn við Golfklúbbinn og afslætti í golfherma þeirra – athugið að sýna Frimanns kortið ykkar og athugið einnig að þeir eru fluttir í Fossa­leyni 16 í Grafarvogi (stutt frá Egilshöll)

2. Aðala­fundur Frímanns verður í bræðra­stofu þann 13. mars, kl 11.00. Fundinum verður einnig streymt til gesta vegna væntanlegs fjölmennis (þetta er grín).

3. Mótaskráin verður sem hér segir:
– Bræðramót á Hellu – 5. júní
– Landsmót að Jaðri á Akureyri – 24. júlí
– Meist­aramót Frímanns í Braut­ar­holtinu 27. ágúst.

Koma svo – sótthreinsið sköftin, dustið rykið af pokanum og út á æfinga­svæði með ykkur … þetta verður gott sumar.

Verði sveiflan með ykkur

Stjórnin

 

Aðrar fréttir

Útför Jóns Sigurðssonar
Fjhst. fundur St. Jóh. Eddu
Aukafundur á ungbræðrastigi
Vetrarstarfið hefst

Innskráning

Hver er mín R.kt.?