Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Frestun funda vegna COVID–19

Til 3. september

Ákveðið hefur verið að fresta GÞ fundi Lands­stúk­unnar til 3. september n.k. Fundurinn hafði verið boðaður fimmtu­daginn 13. ágúst. Jafnframt verður IX gráðu fundum Lands­stúk­unnar, sem boðaðir voru í starfsskrá 2020-2021, frestað um óákveðinn tíma.

Ástæður þessara breytinga eiga að vera öllum kunnar, en það er að sjálf­sögðu COVID-19 farald­urinn og smitvarnir hans vegna sem Landlæknisembættið og sóttvarn­ar­læknir hafa lagt fram tillögur um og verið samþykktar af yfirvöldum.

Eins og áður hefur verið tekið skýrt fram, þá verða mögulegar breyt­ingar á öllu starfi kynntar hér á heima­síðunni með eins miklum fyrirvara og mögulegt er. Þannig má t.d. reikna með tilkynn­ingum um breyt­ingar á fundum starfs­stúkna, tilkynn­ingum um að bræður verði að skrá sig á heima­síðunni inn á fundi stúkna ef þörf verður á fjölda­tak­mörkunum og/eða öðrum öflugum sóttvörnum.

Bræður kærir við munum komast á endanum í gegnum þetta fordæma­lausa ástand en förum varlega, förum eftir tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, hugum að bástöddum og sjúkum. Sjáumst heilir.

Reykjavík 7. ágúst 2020
Stjórn­stofa

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?