Frestun funda- og nefnd­astarfa innan Frímúr­ar­a­regl­unnar

Tilkynning frá Viðbragð­steymi R.

Nýjar sóttvarn­ar­reglur stjórn­valda taka gildi eftir helgina. Meðal annars í ljósi þess að fjölda­tak­mörkun á fundum verður miðuð við 20 manns, þá eru forsendur þess að halda stúkufundi í R. ekki lengur til staðar.

Viðbragð­steymi undir stjórn SMR hefur komið saman og tilkynnir hér með að öllum fundum sem og öðrum atburðum á vegum Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi verður frestað um óákveðinn tíma. Viðbragð­steymið fundar reglulega og mun senda út tilkynn­ingar þegar tilefni gefst til.

Gilda þessi fyrirmæli fyrir allt funda- og nefnd­astarf innan Reglunnar, uns annað verður ákveðið.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?