Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Frestun á upphafi starfsins. Tilkynning stjórn­stofu

  1. ágúst sl birtist tilkynning á heimasíðu Reglunnar.

Samkvæmt tilkynn­ingunni getur ekki orðið af fyrir­huguðum, fyrsta fundi IÐUNNAR á morgun, laugar­daginn 22. ágúst, og fellur hann því niður.

Að óbreyttu er stefnt að því, að fyrsti fundur starfs­ársins verði í Reglu­húsinu á Akureyri, 26. september.  

Ekki er komið í ljós hvaða áhrif þetta hefur á starf­s­krána að öðru leyti en send verður út tilkynning þegar það liggur fyrir.

Tilkynning stjórn­stofu er svohljóðandi:

„Síðast­liðinn föstudag (7.8.2020, innskot ÁÓL) var gefin út tilkynning um að GÞ fundi Lands­stúk­unnar yrði frestað til 3. september 2020.

Eins og gert er ráð fyrir í Grund­vall­ar­lögum Reglunnar, þá hefst starfið í R. á hverju hausti með GÞ fundi á VIII gráðu.

St. Andrésar- og St. Jóhann­es­ar­stúkur hefja því EKKI störf fyrr en að afloknum GÞ fundi þann 3. september n.k. Sama gildir um opnun bókasafns og minja­safns.

Það þarf vart að taka það fram að margt getur breyst fram til 3. september og því eru bræður beðnir um að hafa það hugfast að allar tilkynn­ingar um Reglu­starfið verður leitast við að birta hér á heimasíðu R.

Kæru bræður. Munum að fara að fyrir­mælum yfirvalda um sóttvarnir. Við förum að lögum og fyrir­mælum íslenskra stjórn­valda og eigum að sýna gott fordæmi í samfé­laginu. Sinnum fjölskyldum okkar, bræðrum og vinum, hugum að bágstöddum og sjúkum eins og okkur er unnt á þessum fordæma­lausa tíma.

Reykjavík 10. ágúst 2020

Stjórn­stofa“

Mbrl kveðju

Árni Ólafur Lárusson, fráfarandi ritari IÐUNNAR.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?