- ágúst sl birtist tilkynning á heimasíðu Reglunnar.
Samkvæmt tilkynningunni getur ekki orðið af fyrirhuguðum, fyrsta fundi IÐUNNAR á morgun, laugardaginn 22. ágúst, og fellur hann því niður.
Að óbreyttu er stefnt að því, að fyrsti fundur starfsársins verði í Regluhúsinu á Akureyri, 26. september.
Ekki er komið í ljós hvaða áhrif þetta hefur á starfskrána að öðru leyti en send verður út tilkynning þegar það liggur fyrir.
Tilkynning stjórnstofu er svohljóðandi:
„Síðastliðinn föstudag (7.8.2020, innskot ÁÓL) var gefin út tilkynning um að GÞ fundi Landsstúkunnar yrði frestað til 3. september 2020.
Eins og gert er ráð fyrir í Grundvallarlögum Reglunnar, þá hefst starfið í R. á hverju hausti með GÞ fundi á VIII gráðu.
St. Andrésar- og St. Jóhannesarstúkur hefja því EKKI störf fyrr en að afloknum GÞ fundi þann 3. september n.k. Sama gildir um opnun bókasafns og minjasafns.
Það þarf vart að taka það fram að margt getur breyst fram til 3. september og því eru bræður beðnir um að hafa það hugfast að allar tilkynningar um Reglustarfið verður leitast við að birta hér á heimasíðu R.
Kæru bræður. Munum að fara að fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir. Við förum að lögum og fyrirmælum íslenskra stjórnvalda og eigum að sýna gott fordæmi í samfélaginu. Sinnum fjölskyldum okkar, bræðrum og vinum, hugum að bágstöddum og sjúkum eins og okkur er unnt á þessum fordæmalausa tíma.
Reykjavík 10. ágúst 2020
Stjórnstofa“
Mbrl kveðju
Árni Ólafur Lárusson, fráfarandi ritari IÐUNNAR.