
Húsið eftir að þessum áfanga lýkur.

Br. Hallgrímur Skaptason tekur fyrstu skóflustunguna.
Föstudaginn 14. maí var tekin fyrsta skóflustunga fyrir nýju lyftuhúsi við Frímúrarahúsið á Akureyri. Br. Hallgrímur Skaptason tók skóflustunguna að viðstöddum nokkrum forustumönnum á Akureyri.
Stækkun þessi er rúmir 30 m\2 að grunnfleti og fjórar hæðir. Í þessari vibyggingu verður lyfta og átta snyrtingar, tvær á hverri hæð. Með þessari framkvæmd gjörbreytist aðgengi að öllum hæðum hússins, sem er löngu tímabær framkvæmd. Leyfi hefur einnig fengist fyrir stækkun borðsalar, en sú framkvæmd bíður um sinn.

Nokkrir bræður komu saman við þessa athöfn.