Fræðslu­nefnd Fræða­ráðs boðar til Mottumars 2017 – fyrir bræður og systur.

Haldið í Ljósa­tröð í Hafnar­firði

Ráðstefnan verður lauga­daginn 18. mars 2017 kl. 11.00 – 14.00 í Ljósa­tröð í Hafnar­firði. – Boðið verður upp á súpu í hádeginu.

 

Erindi flytja:

Vilborg Davíðs­dóttir Fyrir­lestur: Ástin, drekinn og dauðinn

Á þremur árum kvaddi Vilborg Davíðs­dóttir rithöf­undur og þjóð­fræð­ingur eigin­mann, engda­móður, föður og litla dótt­ur­dóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinam­issi og sorg á áhrifa­mikinn en um leið jarð­bundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og hennar heitt­elskaða með heilakrabba sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Á þeim tíma greindist faðir hennar einnig með krabba­mein sem varð til þess að dýpka samband þeirra feðgina. Í erindi sínu mun Vilborg fjalla um hvernig lífsógn­andi sjúk­dómur breytir tilveru allra sem í kring standa, um mikil­vægi þess að meðtaka dauðann sem hluta af lífinu og þær gjafir sem sorgin færir okkur. Bók hennar veitir í senn innsýn í veröld krabba­meinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og  misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúf­an­legur hluti af lífinu.

 

Jóhann Heiðar Jóhannsson
Læknir og sérfræð­ingur í meina­fræði
Hvers konar fyrir­bæri eru krabba­mein?

Eirikur Jónsson
Yfir­læknir Þvag­færa­skurð­lækn­inga­deild LSH
Krabba­mein í blöðru­hálskirtli; Lamb eða úlfur?

Jóhann Ólafur Ársælsson
Reynsla mín af blöðru­hálskrabba­meini

Eldra efni