Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Fræðslufundur og bein útsending

Fræðslufundur ungbræðra, meðbræðra og meistara

Laugar­daginn 22.febrúar var haldinn fræðslufundur fyrir ungbræður, meðbræður, meistara og aðra stúku­bræður hjá Mælifelli. Farið var yfir fundarsiði og fleira sem nauðsynlegt er fyrir bræður á öllu stigum að vita. Fundurinn var vel sóttur og var almenn ánægja með hann. Veturinn hefur verið mjög líflegur í Mælifelli og upptökur á öllum fundum frá áramótum.

Sunnu­daginn 23.febrúar var síðan streymt fræðslufundi úr Reglu­heim­ilinu í Reykjavík þar sem farið var yfir vef Reglunnar, bæði þann opna og einnig innri vefinn. Einnig var farið yfir kerfið sem geymir félagatal Reglunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem streymt er beint frá viðburði Reglunnar í Reykjavík og er það von okkar að þeir verði enn fleiri í framtíðinni.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?