Fræðslufundur í Ljósatröð, Hfj.

Fræðslufundur í Ljósatröð í Hafnar­firði laugar­daginn 5. nóvember 2016, kl. 11:00 og kl. 12:30

Br. Andreas Önnerfors kemur til okkar og mun halda tvo fyrir­lestra í Ljósatröð – Stúku­heim­ilinu Hafnar­firði. Einnig mun hann halda fyrir­lestur á Kapítula IX í Reglu­heim­ilinu Reykjavík sunnu­daginn 6. nóvember.

Kl. 11:00-12:00 — Saga og þróun sænska frímúr­ara­kerf­isins

Kl. 12:00-12:30 — Súpa og brauð

Kl. 12:30-13:30 — Siðferði­legur og félags­legur boðskapur hins sænska

Fyrir­lestr­arnir verða á ensku og leyfðar verða fyrir­spurnir á eftir. Fundurinn er opinn öllum bræðrum og er borgara­legur klæðnaður. Verð fyrir hádeg­isverð kr. 1.500.
Bragakaffi að hætti Ljósatraðar er kl. 10:00 – 11:00 fh.

Br. Andreas Önnerfors er fæddur árið 1971. Hann starfar sem dósent í sögu við háskólann í Gautaborg. Hann er fullgildur meðlimur í sænsku rannsókn­ar­stúkunni Carl Friedrich Eckleff og ensku rannsókn­ar­stúkunni Quatuour Corona­torum í London. Hann gengdi stöðu forstöðu­manns við miðstöð rannsókna á Frimúr­ar­a­reglum og bræðra­fé­lögum við háskólann í Sheffield á Englandi. Br. Andreas er afkasta­mikill fræði­maður í frímúr­ara­fræðum og einn sá fremsti í dag á sænska kerfinu. Hann hefur haldið fjölda fyrir­lestra í Evrópu og Ameríku um frímúrara. Það er mikill fengur að fá br. Andreas til Íslands, en hann mun einnig taka þátt í fræðslu­þinginu Kapítuli IX sunnu­daginn 6. nóvember.

St. Jóh. rannsókn­ar­stúkan Snorri, fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og bókasafnið Ljósatröð.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?