Fræðslufundur í Ljósa­tröð, Hfj.

Laug­ar­daginn 11. febrúar, kl. 11:30.

Helgi Guðnason, forstöðu­maður, Hvíta­sunnu­kirkj­unni í Reykjavík kemur til okkar og heldur fyrir­lestur á vegum bóka­safnins í Ljósa­tröð – Stúku­heim­ilinu Hafnar­firði: „Að tala um Guð, ​. . .​ í leit að sann­leik­anum.“

Helgi Guðnason fjallar um það hvernig þeir sem trúa á Guð en eiga erfitt með að miðla því til annarra geti fengið sterkari grunn, hvatn­ingu og þjálfun til þess að ræða við þá sem hafa efasemdir um að Guð sé raun­veru­legur.
Einnig hvernig megi fá þá sem efast mjög um Guð – til þess að líta á hina hliðina og efast um efa sinn um Guð.

Við vekjum sérstaka athygli á að fyrir­lest­urinn er opinn öllum bræðrum og fjöl­skyldum þeirra. Bragakaffi opnar að venju kl 10:00

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Áskorendamótið