Helgi Guðnason, forstöðumaður, Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík kemur til okkar og heldur fyrirlestur á vegum bókasafnins í Ljósatröð – Stúkuheimilinu Hafnarfirði: „Að tala um Guð, . . . í leit að sannleikanum.“
Helgi Guðnason fjallar um það hvernig þeir sem trúa á Guð en eiga erfitt með að miðla því til annarra geti fengið sterkari grunn, hvatningu og þjálfun til þess að ræða við þá sem hafa efasemdir um að Guð sé raunverulegur.
Einnig hvernig megi fá þá sem efast mjög um Guð – til þess að líta á hina hliðina og efast um efa sinn um Guð.
Við vekjum sérstaka athygli á að fyrirlesturinn er opinn öllum bræðrum og fjölskyldum þeirra. Bragakaffi opnar að venju kl 10:00