Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Fræðslufundur hjá Sindra

Sunnu­daginn 28. nóvember hélt Fræðsluráð Sindra sinn fyrsta fræðslufund á þessu starfsári. Br. Albert Louis Albertsson fyrrverandi STM Sindra reið á vaðið og hélt erindi um fösturnar í kirkju­árinu, þ.e. páska- og jólaföstu, tilgang þeirra og tengsl við talna­fræði Biblí­unnar. Albert kom einnig inn á hvernig við br. getum nýtt okkur fösturnar til að skerpa innviði okkar. Í lokin deildi hann jólam­inn­ingum og sagði skemmtilega sögu um það hvernig engla­hárið á jólatrjánum kom og hvernig það tengist æsku hans.

Fundurinn var vel sóttur og bræður gerðu góðan róm að erindi br. Alberts. Fræðslu­ráðið hefur gert dagskrá fyrir veturinn og verða fræðslufund­irnir að jafnaði einu sinni í mánuði á lesfund­artíma á sunnu­dags­morgnum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?