Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Fræðslu og skemmtiferð St. Jóh. Snorra til Ródos

19. – 27. maí 2019

Kæru bræður, hér að neðan er ferða­lýsing frá ferða­skipu­leggjanda okkar á Ródos en þeir hafa sérhæft sig í að taka á móti frímúrurum.  Ferðin er skipulögð af þeim í samstarfi við ÍT ferðir á Íslandi og er opin öllum bræðrum og systrum.

The Hospitaller Knights of St. John on Rhodos Island, Greece

Það er okkur ánægja að bjóða ykkur að skoða magnaða forsögu Hospitaller-riddar­a­reglu heilags Jóhannesar á Ródos, hernað­ar­mann­virki þau sem þeir reistu og mikilvæg áhrif þeirra á eyjuna Ródos og söguna almennt séð.

Rakin eru tengsl  Hospitallers og Muster­isridd­aranna og gerð grein fyrir mikilvægi þess fyrir það sem síðar varð í sögu  Evrópu.

Við bjóðum hvern þann velkominn sem hefur áhuga á anda riddar­a­regl­unnar, auk þess sem í boði er ánægjuleg upplifun á þessari heims­þekktu eyju.

 • Við náum að skoða alla þekktustu merkis­staðina en kynnumst auk þess mörgum sem minna eru þekktir.
 • Það verður nóg að sjá og gera en við forðumst allan flýti og gefum fólki tíma til að íhuga og tileinka sér það sem það upplifir.
 • Tækifæri gefast til að halda rökræðum og samræðum áfram í hléum og við matar­borðið.

 

Kynning

Hospitaller-munka­reglan var stofnuð á árunum eftir fyrstu kross­ferðina af Gerard hinum blessaða en staða hans sem stofnanda var staðfest með páfabréfi Paskals II árið 1113. Reglan annaðist í fyrstu um pílagrímana í Jerúsalem en hóf svo að veita þeim vopnaða fylgd og fljótlega myndaðist þar umtals­verður herafli.

Árið 1119 var Austur-Miðjarð­arhaf undir herstjórn kross­faranna sem stofnuðu hernað­ar­deildir riddar­a­regl­unnar. Önnur var nefnd Templars eða Muster­isridd­ar­arnir, undir stjórn St. Bernard frá Clairvaux (1090-1153) og hlaut hún staðfestingu páfa árið 1128. Hernað­ar­deild Hospitallers var stofnuð skömmu síðar.

Konungs­dæmið Jerúsalem féll árið 1291 og Hospitallers leituðu að lokum verndar í konung­dæminu Kýpur. Fyrr en varði flæktust þeir þó inn í stjórn­málaátök á Kýpur svo Stórmeistari þeirra, Guillaume de Villaret, mótaði áætlun um að eignast sitt eigið tímabundna aðsetur og eyjan Ródos varð fyrir valinu. Eftir­maður hans, Fulkes de Villaret, hrinti áætluninni í framkvæmd og þann 15. ágúst 1309, eftir rúmlega tveggja ára átök, gáfust eyjar­skeggjar á Ródos upp fyrir riddurunum.

Þar verður upphafs­reitur kynnis­ferðar okkar.

Ferða­lýsing – Maí 2019

1. dagur, leiðin til Ródos

Lagt af stað frá Keflavík með Finnair kl. 09:20 til Helsinki þar sem áætluð lending er kl. 15:50.  Svo verður haldið áfram með Finnair frá Helsinki kl. 16:50 til Ródos en áætlað er að lent verði á flugvelli Ródos kl. 20:35.

Akstur og innritun á hóteli í Ródosbæ.

2. dagur, gönguferð um gamla bæinn

Morgun­verður á hótelinu.

10.00 Heimsókn í aðsetur riddaranna í gamla bænum, höll Stórmeistara og sjúkrahús riddaranna. Hádeg­is­verður

Við skoðum líka virkisgröf gamla bæjarins og kynnum okkur varnar­virki riddaranna.
Við höldum svo að virki heilags Nikulásar og kirkju heilags Jóhannesar.

Kvöld­verður á hótelinu.

3. dagur, Haraki-flói og Lindos

Morgun­verður á hótelinu.

09:00 Í dag siglum við til Lindos og leggjum leið okkar fram hjá Haraki-flóa þar sem riddar­arnir komu að landi þegar þeir sigldu frá Jerúsalem um Kýpur. Við höldum áfram til Lindos, skoðum virkisklettinn og uppgötvum leynd­armál Villaret Stórmeistara. Dvalist verður um hríð í miðalda­þorpinu á Lindos og við heimsækjum einnig eina fegurstu grísku rétttrún­að­ar­kirkjuna á eynni.

13:00 Hádeg­is­verður á vinsælasta veitingastað Lindos.

Eftir hádeg­isverð er frjáls tími þar til kl. 16:00 að lagt verður af stað með langferðabíl heim til hótelsins í Ródosbæ.

Kvöld­verður á hótelinu.

4. dagur, frjáls dagur

Morgun­verður og kvöld­verður á hótelinu.

5. dagur, heimsókn til Symi-eyju

08:00 Við ökum að höfninni og siglum til Symi-eyjar þar sem byrjað verður á því að heimsækja munkaklaustrið Panormitis.

Innsigl­ingin að höfninni á Symi minnir einna helst á málverk af ævintýra­þorpi. Húsin teygja sig frá höfninni og upp alla hæðina þar sem Riddara­k­astalinn gnæfir yfir á efri Symi eða „Horio“.

Hádeg­is­verður á Symi og báturinn siglir til baka frá Symi kl. 17:30. komið til Ródos kl. 18:30.Ekið að hótelinu.

6. dagur, farið um vestur­hluta Ródos­eyjar

09:00 Við höldum áfram að kynna okkur varnar­skipulag riddaranna. Fyrsta heimsóknin er á Filerimos-fjall með munkaklaustri riddaranna. Við skoðum rústir virkisins frá tímum Austróm­verska keisara­dæm­isins (Býsans­rík­isins), göngum Via De La Rosa og smökkum Sette Erbe líkjör þeirra heima­manna.

13:00 Hádeg­is­verður í veitingahúsi með stórkostlegu sjávar­útsýni.

Næst heimsækjum við Kritinia-virki og boðið verður upp á smökkun á víni, ólífuolíu og hunangi í þorpinu Embona.

17:00 Snúið aftur heim á hótel.

Kvöld­verður á hótelinu.

7. dagur, „Miðaldaþema með kveðju­kvöld­verði”

Morgun­verður á hótelinu.

Gestir ráða sjálfir dagskrá þessa dags en um kvöldið verður „kveðju­kvöld­verður“ í miðaldaum­hverfi.

8. dagur, brottför og leiðin heim

Allt gott tekur enda, en fyrst er það morgun­verður á hótelinu og svo útskráning af hóteli.
Eftir hádegi er síðasta máltíðin og síðan akstur á flugvöllinn.

Áætluð brottför með Finnair frá Ródos kl. 21:35 og áætluð lending í Helsinki kl. 01:20 eftir miðnætti.  
Svo verður haldið áfram með Finnair frá Helsinki kl. 07:45 og áætluð lending í Keflavík kl. 08:35.

Verð

Verð m.v. gengi EUR 15/6 2018: kr. 305.500 í 2ja manna herb.
Aukagjald fyrir einbýli: 30.000 kr.

Hvað er innifalið?

 • Flug skv. ferða­áætlun.
 • Hótelg­isting í tveggja manna herbergi á góðu hóteli í Ródosbæ.
 • Hálft fæði á hótelinu, morgun­verður og kvöld­verður, þó ekki drykkir.
 • Hádeg­is­verður * 4 + 1 „kveðju­kvöld­verður”.
 • Þjónusta erlendra farar­stjóra, skattar og önnur gjöld.
 • Sérstakur einka langferðabíll fyrir skoðun­ar­ferðir og akstur til og frá flugvelli.
  Farmiðar með bátum.
 • Eitt glas af víni með öllum máltíðum í skoðun­ar­ferðum, auk þess sem vatn og gosdrykkir eða bjór verða einnig í boði.

Stefna og fyrir­komulag  ÍT ferða og samstarfs­aðila

Teymið gerir sér fulla grein fyrir því að þörf er á sérstökum skoðun­ar­ferðum á Ródos með áherslu á einstaka gæðaupp­lifun og það skipa mjög hæfir menn sem leggja mikla áherslu á gæði.

Allar skoðun­ar­ferðir okkar eru farnar undir stjórn sérþjálfaðs leiðsögu­manns og lögð er áhersla á ákveðnar hliðar menningar eða fræðslu, sjónlistir, sögu og matar­gerð­arlist.

Skoðun­ar­ferðir okkar eru þaulskipu­lagðar með tilliti til fjölmargra þátta á borð við opnun­artíma, aksturstíma og þær veitingar sem í boði eru. Ferðirnar verða því farnar í góðu samræmi við lýsingar í dagskrá.

Stundum kemur þó upp óvænt staða, t.d. að hús sé lokað vegna lagfæringa eða áætlun breytist, þannig að nauðsyn-legt verður að endur­skoða ferða­lýs­inguna. Við gerum okkar besta til að áhrif breyt­inganna verði sem allra minnst.

Við verjum  miklum tíma í að velja veitinga­staði, matseðla og vín. Við leggjum áherslu á mikil gæði hvað varðar mat og umhverfi og séu fágaðir veitinga­staðir ekki fyrir hendi, leitum við uppi gæðastaði sem miðla menningu svæðisins með góðum afurðum úr héraði.

Morgun­verður, hádeg­is­verður og kvöld­verður er að jafnaði innifalinn í verðinu en í öllum ferðum okkar er ein eða fleiri frjáls kvöld­stund eða dagur. Flestir viðskipta­vinir okkar fagna því frelsi sem þetta veitir.

Skráning og greiðslur

Varðandi skráningu og greiðslur þá þarf að senda fullt nafn skv. vegabréfi, kennitölu og gsm númer á varameistara Snorra, br. Hauk Óskarsson á tölvu­póst­fangið haukur631@gmail.com og er Haukur einnig með gsm 823 2280.  Haukur staðfestir skráningu með svarpósti og þá þarf að greiða  inn á ferðina.

Vinsam­legast skráið hjón og herberg­is­félaga saman.

Greiða þarf staðfest­ing­ar­gjald 50.000 kr.- per mann til ÍT ferða, Langholtsvegi 111, 104 R.vík, sími 588 9900
Hægt er að greiða staðfest­ing­ar­gjaldið frá 15. – 30. september n.k.
Hægt er að fullgreiða ferð við staðfestingu en ferð þarf að vera að fullu greidd 10 vikum fyrir brottför, 15. mars 2019.

Hægt er að greiða á tvo vegu:

Með milli­færslu inn á:
reikning 0526-14-401580
kennitala 410396-2709
skýring greiðslu “SnoRho + kennitölu þess sem greitt er fyrir”
kvittun fyrir greiðslunni sendist á hopar@itferdir.is  
(mjög mikilvægt að merkja færslu með skýringu og senda kvittun)

Með korti (ath. tökum ekki AMEX) með því að hringja inn korta­upp­lýs­ingar eða koma á skrif­stofu okkar.
Afgreiðslutími á Langholtsvegi 111 alla virka daga frá kl. 10:00 – 15:00.  
Afgreiðslusími 588 9900.  
Ath. að við bjóðum upp á raðgreiðslu­samning Borgunar til allt að 36 mánaða.

Vinsam­legast skoðið vel ferða­skilmála ÍT ferða: http://itferdir.is/page/ferda­skilmalar  

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?