Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur, frá 25. mars Sjá nánar.

Fræða­þinginu ANDRÉS IV/V frestað

Ný dagsetning verður tilkynnt um leið og aðstæður skýrast.

Samkvæmt starfsskrá er fræða­þingið ANDRÉS IV/V á dagskrá nk. sunnudag 18. október. Því hefur nú verið frestað um hríð með vísan til ákvörðunar viðbragð­steymis SMR um frestun á allri starfsemi innan Reglunnar þar til annað verður ákveðið. Af bjartsýni okkar vonumst við til þess að hægt verði að halda það í seinni hluta nóvember, en það verður tilkynnt nánar þegar aðstæður skýrast.

Við hlökkum mikið til. Á þinginu munum við leitast við að svara ágengum spurn­ingum á þessu stigi, svo sem Hvert er ég kominn? Hvar er ég staddur? Við höfum fengið úrvals fyrir­lesara, sem hafa staðið í ströngu undan­farna mánuði að undirbúa áhugaverð erindi fyrir fræða­þingið, þá Lárus Grétar Ólafsson, Grétar Björn Sigurðsson, Jón Sævar Baldvinsson, Gylfa Dalmann Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson og Þórarinn Þórar­insson. Umræðuefni hvers og eins þeirra er afar forvitnilegt, verður auglýst síðar.

Þegar kófinu slotar getum við hlakkað til viðburða eins og þessa fræða­þings. Við óskum ykkur alls hins besta kæru bræður, hlökkum til að sjá ykkur fljótlega.

Fræðslu­nefnd Fræðaráðs R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?