Samkvæmt starfsskrá er fræðaþingið ANDRÉS IV/V á dagskrá nk. sunnudag 18. október. Því hefur nú verið frestað um hríð með vísan til ákvörðunar viðbragðsteymis SMR um frestun á allri starfsemi innan Reglunnar þar til annað verður ákveðið. Af bjartsýni okkar vonumst við til þess að hægt verði að halda það í seinni hluta nóvember, en það verður tilkynnt nánar þegar aðstæður skýrast.
Við hlökkum mikið til. Á þinginu munum við leitast við að svara ágengum spurningum á þessu stigi, svo sem Hvert er ég kominn? Hvar er ég staddur? Við höfum fengið úrvals fyrirlesara, sem hafa staðið í ströngu undanfarna mánuði að undirbúa áhugaverð erindi fyrir fræðaþingið, þá Lárus Grétar Ólafsson, Grétar Björn Sigurðsson, Jón Sævar Baldvinsson, Gylfa Dalmann Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson og Þórarinn Þórarinsson. Umræðuefni hvers og eins þeirra er afar forvitnilegt, verður auglýst síðar.
Þegar kófinu slotar getum við hlakkað til viðburða eins og þessa fræðaþings. Við óskum ykkur alls hins besta kæru bræður, hlökkum til að sjá ykkur fljótlega.
Fræðslunefnd Fræðaráðs R.