Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Frá námskeiðs­nefnd Reglunnar

Námskeið og málþing framundan

Námskeið

Laugar­daginn 21. september verður haldið námskeið fyrir Stólverði og Siðameistara allra St. Andrésar- og St. Jóhann­es­ar­stúknanna. Námskeiðið fer fram í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík og hefst kl. 9 að morgni og stendur til kl 12:30.  Leiðbein­endur á vegum nefnd­ar­innar munu fjalla um hagnýta þætti í starfinu og þær kröfur sem gerðar eru til þessara embætt­is­manna. Vænst er góðrar þátttöku bæði aðal- og varaemb­ætt­is­manna í þessum stúkum á landinu öllu. Skráning á námskeiðið mun fara fram á heimasíðu Reglunnar þegar nær dregur.

Málþing

Sama dag, laugar­daginn 21. september, verður haldið málþing fyrir bræðra­nefnd­armenn í þeim stúkum Reglunnar á landinu öllu, sem hafa bræðra­nefndum á að skipa. Málþingið fer fram í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík og hefst kl. 13 og stendur til 15:30. Fjallað verður ítarlega um skyldur og verkefni nefndanna og skipst á hagnýtum upplýs­ingum og hugmyndum um það starf sem nú fer fram á þeirra vegum. Vænst er góðrar þátttöku bræðra­nefnd­ar­manna frá öllum stúkunum.  Skráning á málþingið mun fara fram á heimasíðu Reglunnar þegar nær dregur. 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?