Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Fjórðu tónleikar Bubba í beinni í kvöld kl. 19:30

Bubbi Morthens heldur fjórðu tónleika sína í samkomu­banni í kvöld kl. 19.30 í Borgar­leik­húsinu og verður sýnt beint frá þeim í streymi á netinu og þá m.a. á YouTube-rás Borgar­leik­hússins á visir.is og Facebook-síðu þess. Bubbi mun að vanda koma fram á Stóra sviði leikhússins, flytja nokkur af vinsælustu lögum sínum og segja frá tilurð þeirra. Bubbi hefur haldið vikulega tónleika í beinu streymi frá leikhúsinu frá því að samkomu­banni var komið á og mun halda því áfram þar til banninu verður aflétt.

Streymi Borgar­leik­hússins heldur svo áfram með spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna næstu daga. Dagskrána má sjá hér að neðan:

LAUGAR­DAGUR- 18. APRÍL

Kl. 12:00 – Sigurður Þór les ævintýrið um Pétur Pan

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson les ævintýrið um Pétur Pan.

Kl. 15:00 – Leikarar spila Dungeons and Dragons

Leikarar Borgar­leik­hússins snúa aftur í D&D spil með öllu tilheyrandi.

Spilarar eru Halldóra Geirharðs­dóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson og Þuríður Blær Jóhanns­dóttir. Björn Stefánsson verður stjórnandi.

SUNNU­DAGUR – 19. APRÍL

Kl. 20:00 – Mávurinn eftir Anton Tsjékhof 

Mávurinn eftir Anton Tsjékhof er eitt af þekktustu leikverkum sögunnar, sýningin var frumsýnd í Borgar­leik­húsinu árið 2015 og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Leikstjóri er Yana Ross, leikarar eru Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirs­dóttir, Jóhann Sigurð­arson, Þuríður Blær Jóhanns­dóttir, Þórunn Arna Kristjáns­dóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðs­dóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snæfríður Gísla­dóttir. 

Öllum þessum viðburðum verður streymt beint á Youtube rás Borgar­leik­hússins og á visir.is. Hægt verður að finna allar upplýs­ingar á samfé­lags­miðlum leikhússins.

Frekari upplýs­ingar er að finna á heima­síðunni borgar­leik­husid.is

Eldra efni

Páskahugvekja 2021
Óheppin ár
Einstakur vinafundur
Vinafundur Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?