Fjölskyldu­útilega Eddubræðra og systra

Fjölskyldu­útilega í Stykk­is­hólmi helgina 18.-20. júní

– Föstu­dagur

Við ætlum að hittast á tjald­svæðinu í Stykk­is­hólmi um kvöldið 18.júní, við eigum þar frátekin smá blett fyrir okkur.

Gert er ráð fyrir að flestir gisti þar í tjöldum eða öðrum viðlegu­búnaði, en ef menn vilja bóka sér gistingu í húsi þá þarf að kanna það sjálf.

– Laugar­dagur

Okkur hefur verið boðið að skoða stúkuhús bræðra í St.Jóh.frst. Borg í Stykk­is­hólmi kl.11.00.

Eftir það er planið að snæða saman á vel völdum stað fyrir þá sem vilja það, mér þætti vænt um að vita nokkurn vegin hvað margir vilja borða með okkur svo ég hafi fjöldann í það.

Kl.16.00 stendur til að fara í Vikinga­sushi með Sæferðum, sem er 2 tíma ævintýra­sigling um Breiða­fjörðin, kostnaður á mann er 6.000kr.  Hérna þarf ég að fá ykkur til að láta mig vita hvort þið viljið koma í þessa ferð svo ég geti bókað fyrir okkur.

Kvöld­verður er á tjald­svæðinu, hver grillar fyrir sig en ef veður leyfir væri gaman að henda upp langborði og snæða saman.

– Sunnu­dagur

kl.14.00 skellum við í sameig­inlegt kaffiboð, þar að segja hver og einn kemur með köku eða eitthvað sætt og gott og dúndrum upp langborði.

Vonum að góða veðrið verði með okkur í þessu, en fyrst og fremst hlökkum til að hitta ykkur sem allra flest.

Svo ég hafi fjöldan á hreinu þætti mér vænt um að fá hjá ykkur viðbrögð á facebook, í tölvu­pósti, gunniraf­virki@internet.is eða í síma 897-4585.

Kær kveðja
Gunnar Örn Hjart­arson

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?