Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Fjöln­is­fundur í febrú­arlok

Á mildu vetrar­kvöldi þann 25. febrúar 2020 komu bræður í Fjölni saman til fundar á III° og tóku upp nýjan meistara í sínar raðir. Fundinn sóttu 24 bræður en engir gestir sóttu Fjölni heim í þetta sinn. Tveir brr. voru að embætta í fyrsta sinn og hlutu þeir báðir lof í lófa við brr. máltíðina. Máltíðin sú samanstóð af steiktum kjúklingi með kartöflumús, grænmeti og súrsætri sósu og var það gómsæt byrjun á löngu­föstu fyrir páska.

Á III° fundum gefst jafnan tækifæri til að hugleiða margt af því sem maður gefur ekki gaum í amstri dagsins. Er það ekki bara vegna innihalds fundarins heldur einnig umgjarð­ar­innar, enda situr nútíma­mað­urinn sjaldan sem væri hann einn með sjálfum sér drjúga stund, og hvað þá við þess háttar lýsingu sem fundurinn býður upp á. Og þá sækja á mann hugsanir, máski eins og þær sem ort er um í ljóðinu Tonerna eftir hinn sænska E.G. Geijer:

Tanke, vars strider blott natten ser!
Toner hos Eder om vila den ber.
Hjärta, som lider av dagens gny!
Toner till Eder till Er vill det fly.

Sænska tónskáldið C.L. Sjöberg samdi lag við ljóð Geijer en lag þetta gerði sænski stórten­órinn Jussi Björling ódauðlegt:

Næsti fundur í F. verður á I° þann 3. mars og er það svonefndur vinafundur. Eru bræður hvattir til að mæta vel á fundinn. Vakin er athygli á að myndataka fyrir fundinn hefst kl. 17:30. Áður en kemur að vinafundinum, eða sunnu­daginn 1. mars, verður br. Guðmundur Kr. Tómasson R&K með erindi í Bræðra­stofu um bróðurkærleik og ættu brr. ekki að láta það fram hjá sér fara.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?