Fjöln­is­bróðir gefur út bók

Lög og landsmál

Bróðir okkar Arnar Þór Jónsson gaf nýlega út bókina Lög og Landsmál. Frekari lýsing á innihaldi hennar er að finna hér fyrir neðan:

Lögin eiga sér samfélags­legar rætur og þjóna samfélags­legum tilgangi. Umfjöllun um lög og lögfræði verður því ekki slitin úr samhengi við umhverfið og samtímann. Grein­arnar sem bók þessi geymir miða að þeim tilgangi að hvetja lesandann til umhugsunar um lögin í þessu samhengi. Jafnframt geta grein­arnar þjónað tilgangi sem innlegg í almenna og vonandi lifandi umræðu um lögin í heimspekilegu, pólit­ísku og siðrænu samhengi. Þá má geta þess að tvær greinar í bókinni fjalla bæði beint og óbeint um frímúr­arastarf.

Útgefandi er Háskólinn á Akureyri, en Háskóla­út­gáfan annast dreifingu og hún er nú fáanleg í öllum helstu bókabúðum.

Þetta er önnur bók Arnars. Sú fyrri, Lög og samfélag kom út árið 2016

Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykja­víkur. Á fyrri stigum hefur hann m.a. starfað sem lögmaður, ritstýrt lögfræðit­ímariti og sinnt kennslu- og fræðistörfum við lagadeildir Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hann fékk dósentsmat við síðast­nefndu lagadeildina árið 2018. Arnar hefur flutt fjölda erinda um efni bókar­innar bæði hérlendis og erlendis.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?