Fjöln­is­bróðir færir Danadrottningu gjöf

Hugmyndir Kristjáns X. um íslenskan fána

Í tilefni af 100 ára afmæli Fullveldis Íslands opnaði Fjölnis br. Hörður Lárusson sýningu á nokkrum tillögum sem voru gerðar af íslenska fánanum. Á sýningunni eru, auk Hvítbláans, fjórar tillögur sem voru gerðar fyrir rúmlega 100 árum og aðrar fjórar sem voru gerðar nú sérstaklega fyrir þessa sýningu af myndlist­ar­mönnum og hönnuðum. Saman mynda þessir fánar nokkurs­konar fortíð og framtíð íslenska fánans.

Ein af eldri tillögunum var óformlega lögð til af Kristjáni X, þáverandi Danakonungi, en tillaga þessi fannst nýlega í skrif­legum heimildum … nánar tiltekið í dagbókum Kristjáns X þar sem segir frá fundi hans við Hannes Hafstein ráðherra Íslands.

Hörður lét sauma þessa tillögu konungs í fullgerðan fána í fyrsta sinn að talið er og er hann á þessari sýningu sýndur hér á Íslandi í fyrsta sinn opinberlega. — Heldri brr. Fjölnis sem mættu á heldri­bræðrakaffið 28. október sl. muna þó mögulega eftir honum, þar sem hann hékk til sýnis við það tækifæri.

Þann 1. desember, við opnun sýning­ar­innar, gafst br. Herði einnig tækifæri að sýna barna­barni Kristjáns X, Margréti II Danadrottningu, sýninguna og gefa henni eintak af fána afa hennar.

Sýningin er opin áhuga­sömum í Hörpu út desember, á opnun­artíma Hörpu. Hana er að finna á fimmtu hæð hússins.

Hörður Lárusson afhendir Margréti Þórhildi, Danadrottningu fánann sem saumaður var eftir hugmyndum afa hennar, Kristjáns X. Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid voru viðstödd athöfnina.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?