Fjölnis-bræður sameinast að nýju

Fjárhags­fundur 1. október kl. 19:00

Þá er starf Fjölnis að hefjast að nýju og fyrsti fundurinn verður haldinn 1. október nk. Þetta afmælisár er búið að vera einstaklega ánægjulegt og hátíðahöld í gangi um allt land í tengslum við afmælið. Má þar m. a. nefna hátíð­arfund Reglunnar sem haldinn var í Hörpu 7. apríl sl. Þeir sem voru svo heppnir að vera viðstaddir, munu seint gleyma þeim degi. Og það er hægt að kalla fram minningar með því að smella hér

Stúkur um allt land voru með opið hús og kynntu starfsemi Reglunnar og gekk það vonum framar. Ferð til Flateyjar var ógleym­anleg þeim sem þangað fóru. Og svona mætti áfram telja. 

Viðtal við SMR, Val Valsson var einstakt og gaf frábæra yfirsýn yfir það starf sem unnið er á vegum Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Það samtal er hægt að lesa í heild sinni með því að smella hér.

Með það vegar­nesti SMR höldum við inn í veturinn þar sem starfinu sem aldrei líkur, bíður okkar. Mætum sem flestir á okkar fyrsta fund og njótum þess að hittast á ný umvafðir þeirri birtu sem þetta ár og sumar létu okkur í té.

Eldra efni

Tölum saman í afmælinu
Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn
Skíma vonar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?