Fjölnir 30 ára

hátíðar og veislu­stúka 24. janúar

Næst­kom­andi þriðjudag, 24. janúar, fagna Fjöln­isbrr. 30 ára afmæli stúk­unnar. Dagskrá fund­arins er fjöl­breytt að venju; ávörp, tónlist og freist­andi matseðill:

Aðal­réttur
Steikt lambaf­ille

með piparosta-og sveppasósu,
rótargræn­meti og kart­öflum


Eftir­éttur
Hind­berja-og súkkulaðiís
með ávöxtum og þeyttum rjóma

Kaffi & Te

Tveir veglegir minja­gripir um þessi merku tímamót bíða brr. sem mæta á fundinn. Frímúr­arakórinn mun syngja við undir­leik frábærra tónlist­ar­manna.

Búist er við fjöl­mennum fundi og hefur m.a. SMR og fylgd­arlið hans boðað komu sína. Brr. eru því hvattir til að mæta tíman­lega.

Stofnendur Fjölnis 1987

Hér að ofan er söguleg mynd af stofn­fé­lögum Fjölnis, tekin á stofn­fund­inum
25. janúar 1987.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?