Fjárhags­stúkufundur – St.Jóh.st.Mímir

Fyrsti fundur vetrarins

Mánudaginn 19.september síðast­liðinn komu hátt í 60 Mímis­bræður saman til fyrsta fundar vetrarins.

Það er alltaf ákveðin tilhlökkun til þessa fyrsta fundar og nú sérstaklega í ljósi þess að engar takmarkanir eru í gildi líkt og hafa verið síðustu misseri. Máttu bræður því framkvæma fundarsiði og annað eins og reglur gera ráð fyrir.

Að loknum hefðbundnum Fjárhags­stúku­störfum neyttu bræður saman fyrstu bræðra­máltíð vetrarins. Framundan eru spennandi fundir og viðburðir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Starfsárið sem nú fer í hönd markar tímamót – stúkan Mímir fagnar 70 ára afmæli í febrúar næstkomandi og verður mikið um dýrðir. Ljóst er að það verður margt á döfinni, bæði hefðbundið og óhefð­bundið. Vonum við því að allir komi vel endur­nærðir eftir sumar­leyfi til starfa.

Næsti fundur í St.Jóh.st.Mími verður mánudaginn 26.september n.k á III°. Hvetjum við alla bræður sem stig hafa til að fjölmenna.

Kæru bræður, starfið er hafið. Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?