Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Fjárhags­stúkufundur Hamars 8. september nk.

Fyrsti fundur Hamars verður næsta þriðjudag 8. september og er það fjárhags­stúkufundur.

Við vonum að 1. m reglan verði komin á og þá getum við verið 58 á fundinum.  Vegna þessa takmarkana verður forskráð á fundinn á netinu.  Við munum gæta ítrustu varkárni og forðast allar snert­ingar og því verður tekið á móti framlögum í styrkt­arsjóð einnig á netinu.  Spritt­stöndum hefur verið fjölgað og andlits­maskar verða við innganginn.

Reglur Frímúr­ar­a­regl­unnar eru í samræmi við opinberar sóttvarn­ar­reglur og má sjá á vef Reglunnar:  https://frimur­ar­a­reglan.is/upplys­ingar-um-starf-r-a-timum-covid-19/

Unnið er að leiðbein­ingum fyrir stúkurnar og ber bræðrum að fara eftir þeim en í drögunum segir m.a.:

Það er óheimilt að taka þátt í fundum og samkomum á vegum Reglunnar ef viðkomandi einstak­lingur uppfyllir ekki neðan­greint eða sýnir eitthvað af eftir­farandi einkennum.

  • Ef viðkomandi hefur ferðast erlendis skal hann ekki sækja fundi eða viðburði á vegum Reglunnar fyrr en að 14 dögum liðnum frá heimkomu.
  • Ef viðkomand hefur  umgengist aðila sem eru í sótthví eða voru erlendis sl 14 daga skal hann ekki sækja fundi eða viðburði á vegum Reglunnar fyrr en að 14 dögum liðnum.
  • Er með hita
  • Er með þurran hósta
  • Á við öndun­ar­færa­sjúkdóma að glíma
  • Er með almenn flensu­ein­kenni

Viðkomandi Br. skal hafa verið einkennalaus í a.m.k. 48 klst. áður en honum er heimilt að taka þátt í Reglu­starfinu

Það mun gleðja okkur alla bræðurna að sjá þig bróðir á fundinum á þriðjudag ef þú hefur tök á því að koma og treystir þér til þess.

Með bróður­legri kveðju,

Ólafur Magnússon Stm.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?