Kæru bræður,
Mánudaginn 28 sept s.l. héldu Akursbræður sinn fyrsta fund, fjárhagsstúkufund, 37 bræður mættu til fundar. Bræðurnir höfðu undirbúið fundinn mjög vel, m.a. var afhent gríma við komu í húsið og erfitt var að ganga þar um án þess að rekast á sprittbrúsa. Sæti í stúkusal höfðu verið merkt þannig að uppfylla mætti sóttvarnareglur um fjarlægð á milli einstaklinga.
Fundurinn gekk ljómandi vel og samkvæmt skýrslu ritara og upplýsingum frá féhirði úr ársreikningi stúkunnar þá gengur starfið mjög vel. Bræðurnir voru mjög ánægðir með að starfið væri hafið á ný þrátt fyrir þær takmarkanir sem Covid-19 setur okkur.
Eftir að hafa gert góðum mat góð skil var haldið heim á leið, saddir og sælir bræður þar á ferð. Þetta kvöld gaf tilefni til að láta sér hlakka til næsta fundar sem að öllu óbreyttu verður 5. okt n.k.
M.br.kv
Sæmundur Víglundsson