Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Fjárhags­stúkufundur Akurs – 28. september

Kæru bræður,
Mánudaginn 28 sept s.l. héldu Akurs­bræður sinn fyrsta fund, fjárhags­stúkufund, 37 bræður mættu til fundar. Bræðurnir höfðu undirbúið fundinn mjög vel, m.a. var afhent gríma við komu í húsið og erfitt var að ganga þar um án þess að rekast á spritt­brúsa. Sæti í stúkusal höfðu verið merkt þannig að uppfylla mætti sóttvarn­a­reglur um fjarlægð á milli einstak­linga.

Fundurinn gekk ljómandi vel og samkvæmt skýrslu ritara og upplýs­ingum frá féhirði úr ársreikningi stúkunnar þá gengur starfið mjög vel. Bræðurnir voru mjög ánægðir með að starfið væri hafið á ný þrátt fyrir þær takmarkanir sem Covid-19 setur okkur.

Eftir að hafa gert góðum mat góð skil var haldið heim á leið, saddir og sælir bræður þar á ferð. Þetta kvöld gaf tilefni til að láta sér hlakka til næsta fundar sem að öllu óbreyttu verður 5. okt n.k.

M.br.kv
Sæmundur Víglundsson

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?