Óvissa hefur ríkt um möguleika okkar til fundarhalda og starfa nú við um upphaf starfsársins, og vísast til sóttvarnareglna vegna Covid í því sambandi.
Fyrirhugaður fjárhagsstúkufundur, sem vera átti 22. ágúst sl féll niður og frestaðist enda settu sóttvarnareglur skorður við samkomuhald. Vafamál er, að skynsamlegt sé að stefna Iðunnarbræðrum, sem og öðrum bræðrum til Akureyrar og halda þar fyrirhugaðan Fjst-fundinn 26. þessa mánaðar.
Stm. Iðunnar, Ólafur Helgi Kjartansson, og stm. Rúnar, Kristinn Eyjólfsson, hafa tekið ákvörðun um, að fundurinn fari ekki fram á Akureyri að þessu sinni.
Stm. Iðunnar hefur fengið vilyrði fyrir því að geta flutt fundarhaldið þennan dag í REGLUHEIMILIÐ í Reykjavík, laugardaginn 26. september kl. 12.00 og að fundurinn fari jafnvel fram í hátíðarsalnum.
Að boði Stm er fundarboð þetta sent út til Iðunnarbræðra, það er að Fjárhagsstúkufundur St. Jóh. Hádegisstúkunnar Iðunnar verður í Regluheimilinu í Reykjavík, 26. september kl 12.00. Vinsamlega látið niðurstöðu þessa spyrjast til annarra bræðra.
Hefðbundin skráning á fundarstað verður viðhöfð. Bræður eru minntir á að virða sóttvarnareglur við komuna í húsið og vera einkar varkárir og virða í hvívetna ítrustu reglur um smitvarnir, fjarlægðarmörk, snertingar og annað það, sem gerir fund þennan sem öruggastan með tilliti til smitvarna og lágmarks smithættu.
Mbrl. kveðjum
Árni Ólafur Lárusson, fráfarandi R.