Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Fjárh.st. fundur Iðunnar 26. 9. fyrir­hugaður á Akureyri en verður í Reykjavík.

Óvissa hefur ríkt um möguleika okkar til fundar­halda og starfa nú við um upphaf starfs­ársins, og vísast til sóttvarn­a­reglna vegna Covid í því sambandi.

Fyrir­hugaður fjárhags­stúkufundur, sem vera átti 22. ágúst sl féll niður og  frest­aðist enda settu sóttvarn­a­reglur skorður við samkomuhald. Vafamál er, að skynsamlegt sé að stefna Iðunn­ar­bræðrum, sem og öðrum bræðrum til Akureyrar og halda þar fyrir­hugaðan Fjst-fundinn 26. þessa mánaðar.

Stm. Iðunnar, Ólafur Helgi Kjart­ansson, og stm. Rúnar, Kristinn Eyjólfsson, hafa tekið ákvörðun um, að fundurinn fari ekki fram á Akureyri að þessu sinni.

Stm. Iðunnar hefur fengið vilyrði fyrir því að geta flutt fundar­haldið þennan dag í REGLU­HEIMILIÐ í Reykjavík, laugar­daginn 26. september kl. 12.00 og að fundurinn fari jafnvel fram í hátíð­ar­salnum.

Að boði Stm er fundarboð þetta sent út til Iðunn­ar­bræðra, það er að Fjárhags­stúkufundur St. Jóh. Hádeg­is­stúk­unnar Iðunnar verður í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík, 26. september kl 12.00. Vinsamlega látið niður­stöðu þessa spyrjast til annarra bræðra.

Hefðbundin skráning á fundarstað verður viðhöfð. Bræður eru minntir á að virða sóttvarn­a­reglur við komuna í húsið og vera einkar varkárir og virða í hvívetna ítrustu reglur um smitvarnir, fjarlægð­armörk, snert­ingar og annað það, sem gerir fund þennan sem  örugg­astan með tilliti til smitvarna og lágmarks smithættu.

Mbrl. kveðjum

Árni Ólafur Lárusson, fráfarandi R.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?