Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Farsælt samstarf Henrik Ibsen og Edvard Grieg

Þann 20. mars 1828 fæddist norska leikskáldið Henrik Ibsen. Hlaut hann heims­at­hygli fyrir leikverk sín, eins og Pétur Gaut, og talið er að aðeins verk Shakespeare séu oftar sett upp í leikhúsum. Ibsen lést 23. maí 1906 og af því tilefni ritaði Einar Benediktsson í Skírni, 1. ágúst 1906, m.a. þetta: „Með láti Henriks Ibsens er hinn frumlegasti, stórvirkasti og listfengnasti skáldandi Norður­landa fallinn frá.“

Samstarf Ibsen og norska tónskáldsins Edvard Grieg var einkar farsælt og frjósamt og m.a. samdi Grieg lag við ljóð Ibsen En Svane sem lýsir á ákaflega fallegan hátt töfrandi svaninum og er hljóð­heimur Grieg einkar viðeigandi. Hér má heyra lag Grieg flutt af sænska stórten­órnum Jussi Björling, tekið upp á tónleikum í Glenn Memorial tónleika­salnum í Atlanta í Banda­ríkjunum 13. apríl 1959, en á píanóið leikur  Frederick Schauwecker:

Um þá Ibsen og Grieg skrifaði Baldur Andrésson í Heimi söngmálablað, gefið út af Sambandi íslenskra karlakóra, en greinin kom út í 1. og 2. tölublaði 3. árgangs (1937), þar sem ritað var um sönglögin En Svane og Margretes vuggesang: „Ibsen og Grieg skópu þessi meist­araverk saman. Báðum fannst þeir vera í ættlandi sínu rödd hrópandans í eyðimörkinni. Þeir áttu sömu vini og óvini, sömu hugsjónina, en þó var ávallt fjarlægð milli þeirra. Þeir voru ólíkir menn. Þegar þeir mættust á götu, tóku þeir djúpt ofan hvor fyrir öðrum, alvar­legir á svipinn, en skiptust sjaldan á orðum eða þrýstust í hendur, heldur gengu hnakka­kertir hvor sína leið. Grieg kvaðst hafa varið meiri vinnu í að fága stílinn á bréfum sinum til Ibsens en hann varði i að fága tónsmíðar sinar, og var hann þó vel ritfær.“

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?