Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Fallegur og innihalds­ríkur I° fundur

23. nóvember 2021

Síðasti upptökufundur ársins hjá Fjöln­is­bræðrum fór fram sl. þriðjudag og erum við nú einum virðu­legum bróður ríkari. Fundinn var viðstaddur Vitjun­ar­meistari SMR ásamt Vitjun­ar­ritara og setti sú góða heimsókn virðu­legan svip á fundinn. Bar hann stúkunni góðar kveðjur frá SMR.

Rm. stúkunnar flutti áhrifaríkt og hugvekjandi erindi og lagði í því út frá tveimur mikil­vægum sagnorðum. Við erum það sem við gerum og enginn ætti að gleyma að iðni skilar árangri í okkar starfi sem og í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

Tónlistar­flutn­ingur var að venju til mikillar fyrir­myndar og sannast það enn og aftur hve dýrmætt það er að eiga svo hæfa bræður á því sviði innan stúkunnar.

Ekki brást brást eldhúsinu bogalistin frekar en venjulega og gengu brr. saddir og sællegir úr húsi þó úti næddi vindur um stræti og torg. Á þeim stundum er gott að hafa notið góðrar samveru sem yljar þótt vindar blási.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?