Elsti frímúr­arinn á Íslandi

Varð 103 ára gamall í febrúar 2018

Mynd: Kristinn Magnússon - Morgun­blaðið

Í Morgun­blaðinu 8. apríl 2018 (Blað II, bls. 18 – 19) er að finna viðtal við Lárus Sigfússon sem varð 103 ára í febrúar. Þetta er mjög fræðandi og skemmtilegt viðtal og Lárus er ótrúlega ern miðað við aldur.

Þó það komi ekki fram í viðtalinu þá er Lárus elsti frímúr­arinn á Íslandi og það er því full ástæða til að hvetja brr. til að lesa þetta viðtal.

Hér að neðan er birtur stuttur kafli úr viðtalinu:

„Ég man fyrst eft­ir mér árið 1918. Það var kallað frosta­vet­ur­inn mikli. Hef­urðu heyrt talað um hann?“

Þetta seg­ir Lár­us Sig­fús­son, spurður hvenær hann muni fyrst eft­ir sér, en hann er 103 ára síðan í fe­brú­ar.

„Húna­fló­inn var all­ur full­ur af haf­ís, sér­stak­lega Hrúta­fjörður og Miðfjörður. Frostið var mest eft­ir ára­mót­in og hélt áfram al­veg fram í mars. Ísinn dugði fram á vorið. Til allr­ar ham­ingju hef­ur annað eins ekki átt sér stað síðan.“

Svo kalt hef­ur hon­um ekki orðið síðan. Sem bet­ur fer. Lár­us Sig­fús­son gerðist ung­ur bóndi í Hrútaf­irði en brá búi um fer­tugt vegna veik­inda. Flutti þá suður og gerðist sölumaður og síðar leigu- og ráðherra­bíl­stjóri áður en hann sneri sér aft­ur að bú­skap. Hann hætti að keyra bíl 100 ára og fór síðast á hest­bak ári síðar. Nú fer hann ferða sinna á raf­skutlu, að því gefnu að sam­býl­is­kon­an vísi veg­inn. Sjón Lárus­ar er nefni­lega far­in að dapr­ast.

Í gegnum tíðina hefur oft á tíðum verið talið upp ýmislegt sem tryggir langlífi. Það mætti kannski bæta við á þann lista að það að ganga í Frímúr­ar­a­regluna sé hugsanlega eitt af þessum atriðum.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?