Einstakur vinafundur

Eftir langa bið komu Fjölnis-bræður saman á ný á vinafundi í stúkunni. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá gleði og ánægju sem lýstu sér í andlitum bræðranna, eða öllu heldur augum, þar sem allir voru með grímur í samræmi við sóttvarn­ar­reglur sem fylgt var á fundinum. Menn voru þó glöggir að þekkja hvorir aðra á augunum einum saman.

Á fundinum var blandað saman tónlist og mæltu máli svo unun var á að hlýða. Að loknum inngangi Kristjáns Davíðs­sonar, Vm. var fyrra tónlist­ar­at­riðið flutt af br. Ólafi William Finnssyni, Sigurði Hafsteinssyni og og Valdimar Hilmarssyni. Flutt var lagið Ég trúi á ljós með íslenskum texta eftir Ólaf Gauk við lagið Amazing grace. Hægt er að hlusta á lagið þar sem Anna Mjöll Ólafs­dóttir, dóttir Ólafs Gauks, syngur, með því að smella hér.

Þá flutti br. Ingvar Sigurður Hjálm­arsson erindi þar sem rætt var um vináttuna og hvaða áhrif hún hefur haft á þróun mannsins.

Í framhaldi var svo flutt verkið Ave verum corpus eftir Mozart. Sigurður Hafsteinsson lék á sópransaxofón og Ólafur William Finnsson á orgel. Hægt er að hlýða á viðameiri útgáfu. af verkinu með því að smella hér.

Og svo var komið að bræðra­mál­tíðinni sem var ekki síðri stund en fundurinn á undan. Skipað var í sæti samkvæmt reglum um lengd­armörk og borð svignuðu undan kræsingum. Og að sjálf­sögðu var borinn á borð vinasnitsel með tilbehör. Rm. stúkunnar, Magnús Björn Björnsson flutti frábæra hugvekju og Einar Kristinn Jónsson, formaður fræðslu­nefndar Reglunnar kynnti fyrir bræðrum metnað­ar­fulla áætlun sem ætlað er að færa fræðsluna nær bræðrum með mjög áhuga­verðum aðgerðum. Einar Kristinn mun kynna þessar hugmyndir frekar þegar nær dregur.

Leópold Sveinsson, Stm. benti bræðrum á að næsti fundur Fjölnis yrði páska­fund­urinn 30. mars. Og ekki væri ólíklegt að í kjölfarið myndi fylgja lokafundur sem yrði 16. apríl. Hann lét þess jafnframt getið, að hann hefði átt þennan draum allt starfsárið að sá fundur yrði haldinn, þó á ýmsu hafi gengið. En draum­urinn er að rætast, enda Stm. vor berdreyminn maður.

Allir bræður sammála um að þeir hefðu átt einstakt kvöld og hlökkuðu til að endurtaka leikinn eftir tvær vikur.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?