Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Einstakur hádeg­is­verður hjá Fjölnis-bræðrum 2. júní

Það voru 45 bræður sem mættu fullir tilhlökkunar á fyrsta hádeg­is­verðinn á þessu sumri. Ljóst að menn var farið að þyrsta í að hittast eftir langan aðskilnað. Síðasti fundur Fjölnis var 3. mars sl. 

Í þetta sinn var snætt á Grand hótel og boðið var upp á súpu, fiskrétt, kaffi og konfekt. Grunur leikur á að bræður hafi bætt á sig nokkrum grömmum meðan á fjarverunni stóð. Óvísindaleg rannsókn leiddi í ljós og töluvert af konfekti var eftir í skálunum þegar upp var staðið. En koma tímar og koma ráð.

Næsti hádeg­is­verður verður 7. júlí nk. Bræður munu fá póst þar að lútandi þegar nær dregur. Og svo hefst stúku­starfið formlega 6. ágúst nk með Stórhátíð. Við bræður horfum til betri daga.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?