Einstaklega vel heppnaður flutn­ingur í upphafi fræðslu­er­inda­flokks

Hvert sæti var skipað í Bræðra­stofunni

Það var hvert sæti skipað í Bræðra­stofunni þegar br. okkar Guðmundur Kr. Tómasson flutti fræðslu­erindi sitt um þagmælskuna. Og það má með sanni segja að áheyr­endur hafi verið einstaklega heppnir að fá að deila sýn Guðmundar um eina af þeim dyggðum sem sérhverjum frímúrara er skylt að iðka.

Eðli málsins samkvæmt verður ekki fjallað um innihald þessa erindis hér, en þær hugrenn­ingar sem þarna komu fram hafa án efa vakið okkur bræður til umhugsunar með hvaða hætti megi túlka sess þagmælsk­unnar í lífi og starfi frímúrara. Það má því segja að þarna sé um glæsilega byrjun að ræða í flutningi fræðslu­er­indanna og ekki síður hversu margir Fjöln­is­bræður sáu sér fært að koma og næra andann á þessum sunnu­dags­morgni.

Að fyrir­lestri loknum fluttu bræðurinir sig yfir í Bókasafnið og lásu í klukku­stund. Síðan tók við kaffi­drykkja og morgninum lauk með óform­legum umræðum. Guðmundur var með í þeim hópi og bræður notuðu tækifærið og spurðu hann um ýmislegt sem fram kom í hans fyrir­lestri. Sem aftur leiddu af sér hugleið­ingar um aðra hluti sem tengjast frímúr­ara­starfinu.

Sunnu­daginn 24. febrúar mun svo br. okkar Arnar Þór Jónsson flytja fræðslu­erindi um varúðina. Það er ekki ólíklegt að margir muni reyna að koma og leggja við eyrun. Og bæta jafnframt við annarri perlu í sitt frímúr­araband.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?