Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Ég er Skagfirð­ingur

Hér kemur saga sem er merkileg á ýmsa lund. Rétt er þó að geta þess að ýmsar sagnfræði­legar  villur gætu verið til staðar, en að megin­hluta mun þessi frásögn vera rétt.

Víkur nú sögunni til ársins 1930. Þá var ákveðið að senda íslenskan fræðimann til Kanada til að kynna sér frekar hvernig Íslend­ingum vegnaði sem  lögðu í vestur­ferðir frá Íslandi á árunum 1870 til 1914. Fræði­mað­urinn ferðaðist víða um Kanada og kynnti sér hvernig landar hans höfðu komið sér fyrir í hinu nýja heimalandi. M. a. kom hann á ákveðinn stað þar sem finna mátti kaupfélag sem íslenskur maður rak þar. Þeir tók tal saman þar sem rólegt var í afgreiðslu­störfum þá stundina.

Skyndilega vindur sér inn í búðina ungur maður. Ljóst var að hér fór maður af indjána­ættum, bæði hvað varðaði útlit og klæðnað. Hann tekur að panta vörur og fræði­mað­urinn verður afar hissa þegar hann heyrir að ungi maðurinn mælir á lýtalausri íslensku og með norðlenskum hreim.

Hann gat ekki á sér setið, en vindur sér að manninum og spyr hvort hann sé Íslend­ingur. Nei, svaraði maðurinn. Ég er Skagfirð­ingur. 

Við frekari eftir­grennslan kom í ljós að afi þessa pilts var einn þeirra Íslendinga sem leitaði til Kanada til að leita betri lífskjara. Íslend­ingar mægðust við indjána sem fyrir voru á svæðinu og þessi piltur var m. a. ávöxtur þessara samskipta.

Hann sagði fræði­manninum að afi hans hefði ávallt talað við sig íslensku og hann því lært hana að fullu. Margar sögur sagði afi hans honum af firðinum fallega sem hann og hans fjölskylda varð að yfirgefa og enginn staður í veröldinni væri fegurri en Skaga­fjörður.

Og hann lagði mikla áherslu á, að dreng­urinn væri með það á hreinu að hann væri Skagfirð­ingur.

Svona er nú lífið skemmtilegt.

Og hér má lesa um megin­á­stæður vestur­ferðanna.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?