Bygg­inga­réttur á bíla­stæðalóð Regl­unnar við Bríet­artún 3–5, 105 Reykjavík

Til verk­taka í bræðra­hópi

Reglan óskar eftir áhug­sömum verk­tökum innan Regl­unnar sem hafa áhuga, reynslu og fjár­hags­lega getu til að koma í samstarf með Regl­unni um að þróa, kaupa, full­hanna og standa fyrir fram­kvæmdum á bygg­ingu á lóð Regl­unnar sem er nýtt sem bíla­stæði í dag.

Leyfi­legt bygg­inga­magn í dag er um 2100 m2. skv. samþykktu deili­skipu­lagi.

Áhuga­samir bræður skulu leggja inn upplýs­ingar í lokuðu umslagi merkt — Bygg­inga­réttur á bíla­stæðalóð Regl­unnar — fyrir kl. 14:00 þann 17 október 2017 á skrif­stofu Regl­unnar.

Það sem koma skal fram er :

  • Heiti fyrir­tækis og nafn bróður sem er í forsvari.
  • Sýna fram á reynslu af sambæri­legum verk­efnum.
  • Fjár­hagsleg geta, ársskýrsla.
  • Skuldastaða á opin­berum gjöldum og gjöldum lífeyr­is­sjóða.

Tekið skal fram að aðeins bræður innan Regl­unnar koma til greina í þessu verk­efni.

Reglan áskilur sér rétt til að hafna öllum eða semja við þann sem hún telur hagstæð­astan fyrir Regluna.

Aðrar fréttir

Húmar að kveldi
Sögulegir tímar
Fundur á VIII. stigi
Frömunin gengur sinn veg