Burns night í Ljósatröð

Robert Burns.

Á þriðjudag verður frímúr­ara­stúkan Hamar með Burns night í Ljósatröð fyrir bræðurna.  Við minnumst okkar ágæta skoska bróður Robert Burns.  Hann var fæddur 25. janúar 1759 og hefur árum saman verið haldið upp á afmæli hans víða um heim með Burns night/supper.  Burns var ekki aðeins meðal dáðustu Skota heldur einnig frægastur og mest dáður skoskra frímúrara og því hafa frímúrarar einnig haldið Burns night og nú loks á Íslandi.

Bróðir Þórarinn Þórar­innsson í Fjölni mun flytja okkur fróðlegt erindi, eins og honum er lagið, um Robert Burns.

Tónlist Burns verður spiluð af bróður Guðjóni Halldóri og sungin af bróður Bjarna Atlasyni.  Það verður því Burns night í Hamri þar sem borið verður fram haggis við bróður­mál­tíðina sem við fengum beint frá bestu haggis kokkum Edinborg.  Kokkarnir í Lauga – Ás eru í feikna stuði og matreiða ljúffengar veitingar þar sem haggis verður meðal rétta.

Bróðir Karl B. Örvarsson mun ávarpa haggisinn af skoskum sið og bróðir Örn Héðinsson fræðir okkur um viskí sem tengist Burns.

Hæstuppl. bróðir R&K Kristinn Guðmundsson, Vitjun­ar­meistari Stórmeistara Frímúr­ara­gegl­unnar á Íslandi mum vitja fundarins ásamt vitjun­ar­ritara sínum.  Aðalemb­ætt­ismenn munu því verma stólana.

Á fundinum fer fram upptaka h.ó.l. Þetta er fundur sem enginn má missa af og viljum við hvetja alla bræður til að koma á ánægju­legan og sérstakan fund og eiga góða stund með bræðrum sínum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?