Brr. duglegir að nota vef Reglunnar

Heimsókn­ar­tölur síðustu fimm ára sýna það

Vefur Frímúr­ar­a­regl­unnar kom fyrst fram á sjónar­sviðið árið 2001 og varð hann því 20 ára gamall á nýliðnu ári. Á þessum rúmu tveimur áratugum hefur vefurinn farið í gegnum miklar breyt­ingar og þróun. Í raun mætti skilgreina núverandi útgáfu af vefnum hina fimmtu, ef aðallega er litið til útlits hans.

Núverandi útgáfa vefsins leit dagsins ljós í ársbyrjun 2017 og fagnar því 5 ára afmæli sínu á næstu vikum. Síðan hefur hann tekið töluverðum breyt­ingum með tilkomu innra svæðis brr., breyttum skrán­ing­ar­kerfum á fundi og fleira. Og uppfærsl­urnar eru ekki hættar, nema síður sé. Nokkuð nákvæmar mælingar hafa verið framkvæmdar á vefnum síðustu ár og það er ljóst á heimsókn­ar­tölum, að áhugi brr. og notkun þeirra á vefnum, hefur aukist ár frá ári. Þessi aukni áhugi  veitir vefnefndinni mikinn kraft í áfram­haldandi þróun og það er óhætt að segja að framundan séu nýjungar og breyt­ingar á vefnum, sem munu vonandi auka enn áhugann.

Það hefur orðiðnokkurs konar hefð, að birta frétt í upphafi hvers árs, þar sem heimsókn­ar­tölur síðasta árs eru birtar og í samhengi við síðustu ár. Á því er engin breyting í ár. Hér að neðan má því finna uppfærðar tölur um heimsóknir brr. og fleira áhugavert sem mæling­arnar sýna.

M.brl.kv.
Ritnefnd vefs Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Heimsóknir á vefinn 2017—2021

Heimsóknir á vef R. 2017–2021

Heildar heimsóknirHeimsóknir á dagSíður skoðaðar
201761.107167427.064
201884.731233714.550
2019122.823336924.577
2020148.542407858.016
2021137.293376815.627

Árið 2020 náði nýju hámarki í stökum heimsóknum inn á vefinn, þegar þær náðu rétt tæplega 150.000 yfir árið. Sú tala lækkaði aðeins árið 2021, en var sú næst hæsta ár frá upphafi vefsins. Líklegasta skýringin á þessari fækkun liggur líklegast í því ástandi sem við höfum búið við núna í næstum 2 ár, Covid. Með minni starfsemi var vissulega minna af upplýs­ingum á vefnum.

Hinsvegar voru margar Stt. sem tóku upp á því á starfs­árinu 2019-2020 að búa til nýtt efni fyrir brr. Hlaðvörp, myndbönd og ýmis skrif litu dagsins ljós og var augljóst á mælingum að þetta efni náði vel til brr.

Aðrar áhuga­verðar upplýs­ingar

Eins og kom fram í upphafi sýna mæling­arnar ýmsar aðrar áhuga­verðar upplýs­ingar. Þar má sem dæmi nefna að hver heimsókn á vefinn varir að meðaltal 4,5 mínútur og eru þá skoðaðar 6 síður pr. heimsókn.

Undan­farin ár hefur vefurinn mestmegnis verið skoðaður í borðtölvum, en nú á síðasta ári voru borðtölvur og símar nánast hnífjafnir í mælingum, hver um sig mældist með 48% notkun. Síðustu 4% eru spjald­tölvur.

Algengustu síðurnar sem voru skoðaðar á síðasta ári voru:

  • Félagatal
  • Nýleg ferðalög
  • Starfsskrá
  • Upplýs­ingar um starf á tímum covid 19
  • Töflurnar
  • Forskrán­ingar á fundi
  • Lands­stúkan
  • Upplýs­ingar um notkun forskráninga

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?