Breyttar reglur vegna nýrra sóttvarn­a­reglna.

Taka gildi 28. ágúst 2021

Nú hafa nýjar sóttvarn­ar­reglur stjórn­valda, litið dagsins ljós og taka gildi á morgun, þann 28. ágúst 2021. Gilda þær í 3 vikur. Reglurnar eru þess eðlis að allt starf okkar verður mun einfaldara en það hefur verið frá 11. mars 2020 og vonandi verða þær til að gleðjast yfir. Verum hins vegar varkárir í öllu okkar starfi.

  1. Forskráning á fundi verður óþörf
  2. Krafa er um að allir bræður beri andlits­maska, að allir bræður fari varlega og gæti fyllsta hrein­lætis; að hver og einn bróðir taki ábyrgð á því að virða kröfur um sóttvarnir gagnvart sjálfum sér og öðrum
  3. Ef talið verður nauðsynlegt að setja frekari kröfur um sóttvarnir eða skýringar verða þær kynntar við komu á fund.

Starfið hefst þann 2. september næstkomandi, með Gþ. fundi, sem er í Lands­stúkunni á VIII stigi í Reglu­heim­ilinu að Bríet­artúni 3, Reykjavík. Er þess vænst að bræður fjölmenni. Aðrir fundir fylgja svo í kjölfarið samkvæmt útgefinni starfsskrá fyrir 2021 – 2022 og er unnt að nálgast á heimasíðu Reglunnar.

Kæru bræður, við hljótum allir að fagna þessum áfanga í baráttunni við COVID-19, en höfum hugfast að óværan hefur ekki yfirgefið okkur og því er það ítrekað að okkur ber að fara varlega, forðast of mikið návígi og snert­ingar.

Að lokum eruð þið hvattir til að hafa samband við aðra bræður og hvetja þá til starfsins. Við þurfum áfram að halda vel utan um hvern annan og leggja áherslu á að góð þátttaka á fundum er sérlega mikilvæg eftir mikla erfið­leika í störfum okkar allt frá 11. mars 2020.
Ef þörf er á frekari upplýs­ingum þá eru bræður beðnir um að hafa samband við Stjórn­stofu.

Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?