Breyting á opnun­artíma Bræðra­stofu

Framvegis lokað á virkum dögum

Á fundi Æðsta Ráðs Reglunnar þann 26. apríl s.l. var samþykkt, að tillögu Fjárhagsráðs að loka Bræðra­stofunni á virkum dögum á næsta starfsári.  Ástæður þessa ættu að vera öllum kunnar, en reynt hefur verið að halda úti opnun á virkum dögum í mörg ár.    Þrátt fyrir að Bræðra­nefndir stúknanna hafi tekið að sér einn dag í viku til að sinna þessu starfi og reynt að hvetja bræður til að nýta sér Bræðra­stofuna, hefur það ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir.

Hafa verður í huga að í dag eru allt aðrar aðstæður en voru fyrir 10-15 árum, þegar engin kaffihús voru hér nálægt Reglu­heim­ilinu, en í dag eru kaffihús nánast á hverju götuhorni.

Bræðra­stofan verður því framvegis opin á sunnu­dögum milli kl. 10:00 — 12:00

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?