Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Bréf til Njálu­bræðra

Kæru Njálu­bræður

Þrátt fyrir að starfi okkar hafi verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid farald­ursins, þá hafa bræðurnir ekki setið auðum höndum í öðru starfi, en eins og ykkur er flestum kunnugt hafa ýmsar framkvæmdir staðið yfir í húsinu síðan á síðasta starfsári. 

Stærsta framkvæmdin er uppsetning lyftunnar. Þessi framkvæmd hefur verið í umræðunni nánast frá því að húsnæðið okkar var tekið í notkun árið 1985. Það verður að segjast að lyftan mun hafa mikil áhrif á allt aðgengi og  það er auðvitað markmiðið með þessu að auðvelda þeim bræðrum og systrum sem eiga erfitt með gang svo og öll aðföng. Byrjað var að undirbúa framkvæmdir s.l. haust og settu bræðurnir sér það takmark að þessu yrði lokið fyrir lok þessa starfsárs.

Eftir s.l. áramót þá leit út fyrir að þetta gæti klárast fyrr og settu bræðurnir sér það takmark að þessu yrði lokið 1 apríl s.l. ! og vígsla hennar færi þá fram, en á þeim degi átti lokafundur St.Andresar. St. Hörpu að vera samkvæmt starfsskrá. Vegna þeirra aðstæðna sem við eigum við að glíma, þá hefur vígslu hennar verið frestað fram á haustið. 

Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir með framhald starfsins á þessu starfsári. Að lokum  vil ég færa öllum þeim bræðrum sem lagt hafa hönd á plóginn í þessu verkefni mínar bróður­legustu þakkir.

Hittumst heilir bræður mínir !

Alfreð Erlingsson Stm Njálu

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?