Bréf frá Styrkt­ar­ráði

Bréf til brr.

FRIÐUR .·. EIND­RÆGNI .·. FRAMFÖR .·.

Áratugum saman hefur Styrkt­arráð Regl­unnar notið góðs af jóla­korta­sölu til bræðra Regl­unnar, en undan­farin ár hefur smám saman dregið úr sölu kort­anna vegna breyt­ingina í samfé­laginu og tölvu­væð­ingar þannig að fólk hefur notað tölvu­pósta og aðra miðla til að koma jóla og nýárskveðjum til vina og ættingja. Þessar breyt­ingar hafa valdið því að sú góða fjár­öflun sem skilaði veru­legum fjár­munum í sjóð Styrkt­ar­ráðs hefur minnkað veru­lega og nú er svo komið að skoða verður alvar­lega að hætta jóla­korta­sölu til bræðra. Af þessum sökum hefur verið leitað að fjár­öflun sem kæmi í stað jóla­kort­anna

Á síðasta starfs­sári var hætt útgáfu Bláu bókar­innar þar sem veru­legur kostn­aður fylgdi útgáfu hennar. Margir bræður söknuðu bókar­innar og kom fram í máli margra að þeir hefðu verið tilbúnir að greiða fyrir hana sann­gjarnt verð. Af þeirri ástæðu hefur verið ákveðið að gefa Bláu bókina út að nýju og selja hana til þeirra bræðra sem áhuga hafa á að eignast hana fyrir sann­gjarnt verð og að andvirði sölunnar myndi renna í Styrkt­ar­sjóð stúkn­anna utan Reykja­víkur sem hafa sinn eigin Styrkt­ar­sjóð og hins vegar í Styrkt­ar­sjóð stúkn­anna í Reykjavík. Ætlunin er að sala Bláu bókar­innar verði í höndun Bræðra­nefnda stúkn­anna eins og jóla­korta­salan var eða þeirra bræðra sem Stm. hverrar stúku ákveður. Það verður að segjast eins og er að þörfin á að efla Styrkt­ar­sjóð hefur ekki farið þverr­andi því miður, bræður, ekkjur og fjöl­skyldur sem eiga í erfið­leikum njóta styrkja úr sjóðnum og hlut­verk hans og framlög eru öllum þeim bræðrum til sóma sem lagt geta sitt af mörkun til þess að styrkja þá sem eru hjálpar þurfi.

Vert að geta þess að lang­stærsta tekju­lind Styrkt­ar­sjóðs eru framlög bræðra á fundum Regl­unnar. Framlög hafa staðið í stað undan­farin ár og varla náð 500,- kr. pr. br. að meðal­tali á fundum. Fyrir 25 árum var lengi miðað við andvirði síga­rettupakka sem nú er um 1.300,- kr. Það er þess vegna fyllsta ástæða til að hvetja brr. til enn frekari dáða. Það má geta þess að eftir að Styrkt­arráð sendi hvatn­ing­ar­bréf til stól­meistara fyrir 2 árum síðan hafa framlög hækkað lítil­lega en aðeins lítil­lega. Ein stúka hefur þú farið yfir 1.000,- kr. pr. br. að meðal­tali á fundi og er það vel og stað­festing á því að hægt er að gera mun betur.

Með bróð­ur­legri kveðju o.m.h.t.R.v.

Sigurður Kr. Sigurðsson ÁMR
Oddviti

Jakob Möller
Ritari

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Áskorendamótið