Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Bræðra­keðjan verði áfram sterk og kröftug

Eins og öllum er kunnugt um, ríkja sérkenni­legir og erfiðir tímar um heim allan. Og að sjálf­sögðu hefur það áhrif á íslenskt þjóðfélag. Sem dæmi má nefna að allir fundir og önnur starfsemi hefur verið felld niður hjá Frímúr­ar­a­reglunni tímabundið og óljóst hvenær hægt verður að taka þráðinn upp á ný. En vonandi verður það fyrr en seinna.

En nú sem aldrei fyrr skiptir höfuðmáli að bræður noti tækifærið og hafi samband hver við aðra. Nú er lag að nota símann til að rækta bræðra­lagið og vera í sambandi við aðra bræður. Og hér skiptir máli að bræður sitji ekki við símann, heldur noti hann til að heyra kunnug­legar raddir sem ekki hafa heyrst í nokkurn tíma. Slík samtöl eru án efa vel þegin og styrkja enn frekar samband sem hefur að ákveðnu leiti rofnað tímabundið.

Og ekki er ólíklegt að Stmm. noti tækifærið og nýti sér vef Reglunnar til að koma skila­boðum til sinna bræðra. Stúkan Fjölnir nýtir m. a. þennan möguleika og skrifar daglega fréttir á upphafssíðu sína með alls konar upplýs­ingum, þar sem blandað er saman efni sem fræðir og gleður bræður, ekki síst þá sem eru í stúkunni. Þessu hefur verið vel tekið og heimsóknir á síðuna eru með ágætum. Aðrar stúkur er hvattar til að nýta sér m. a. þennan möguleika til að vera í góðum tengslum við sína bræður.

En aðalmálið að við bræðurnir allir tryggjum að bræðra­keðja okkar sé áfram sterk og kröftug. Það verkefni er á hendi hvers og eins. Nýtum það eftir bestu getu.

Aðrar fréttir

Hádegisverðir Eddu
Snorri Sturluson
Jónsmessufundur Rúnar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?